Fjársýn

Fjársýn leggur áherslu á að nýta nútímatækni við færslu bókhalds og upplýsingagjafar til stjórnenda, sem veitir þeim gott yfirlit yfir rekstur síns fyrirtækis í rauntímaumhverfi.

Fjársýn býður upp á heildar þjónustuframboð sem snýr að bókhaldi og fjárhagsupplýsinga ráðgjöf, þar með talið; alla almenna bókhaldsþjónustu, reikningagerð og eftirfylgni, launavinnslu, afstemmingar, uppgjör, ársreikninga og skattframtöl einstaklinga og lögaðila.

Bókhald

Fjársýn veitir alla almenna bókhaldsþjónustu, svo sem:

Færsla bókhalds

VSK uppgjör

Verkbókhald

Útgáfa reikninga – innheimtuþjónusta

Greiðsla reikninga – gjaldkeraþjónusta

Skýrslur og greiningar

Uppgjör og ársreikningagerð

Endurskoðun

Innifaldar tæknilausnir í bókhaldsþjónustu:

Samþykktarkerfi

App til að taka myndir af útgjöldum kreditkorta

Ráðgjöf

Stjórnarseta

Hjá Fjársýn eru einstaklingar sem lokið hafa námi sem Viðurkenndir stjórnarmenn hjá Akademias.

Viðurkenndir stjórnarmenn hafa lokið prófi og meðal þess sem námið tekur á eru eftirtaldir þættir: Hlutverk stjórna, ábyrgð stjórnar og stjórnmanna, samstarf stjórnar og val á stjórnamönnum, stjórnarformaðurinn og skipulag stjórnar, stefnumarkandi stjórnarhættir, nýsköpun tækni og framþróun, áhættustjórnun og fjármál fyrirtækja, endurskoðun og innra eftirlit, sjálfbærni og samvinna hagaðila, ákvarðanataka og ákvarðanaferli.

Verðmat á fyrirtækjum

Fjársýn hefur verðmetið fyrirtæki af öllum stærðargráðum. Við gerð verðmats er mikilvægt að rýna rekstur hvers fyrirtækis og hafa þekkingu á rekstrarumhverfi þess.

Kaup og sala fyrirtækja

Fjársýn hefur umsjón með kaupum og sölu á fyrirtækjum eða rekstrareiningum.
Fjársýn sér um allt kaup- eða söluferlið, aðstoðar við áreiðanleikakönnunum ef við á og leiðir samningaviðræður.

Fjármögnun

Fyrirtæki ganga í gegnum nokkur skeið á lífsleiðinni og fjárhagsskipan er ekki endilega sú sama á mismunandi stöðum á líftímakúrfunni. Fjárhagsleg endurskipulagning er oft nauðsynleg til að styðja betur við reksturinn og þær áætlanir sem uppi eru. Fjársýn hefur reynslu og þekkingu á því sviði og langt og gott samstarf bæði við fjárfesta og lánastofnanir varðandi fjármögnun.

Fjármálagreining
Rekstrarráðgjöf

Mælaborð stjórnenda